tisa: Úr sitt hvorri áttinni

mánudagur, janúar 09, 2006

Úr sitt hvorri áttinni

�búðin er tóm og bergmálið ómar um alla stofuna. Þetta finnst manni fyrstu daganna eftir að búið er að rífa niður jólatréð og aðrar skreytingar.
Að taka niður jólaskraut er án efa það leiðinlegasta við jólahaldið. Sérstaklega þegur kemur að því að tína af trénu, ég einmitt tók seríuflækjuna af, ekki gaman.

Ég rakst hinsvegar á mjög sniðuga og tímasparandi aðferð við að taka niður jólaskraut þegar ég sá jólatré liggjandi á gangstétt í Þingholtinu. Það var allt skrautið á því ennþá.

Af hverju datt mér það ekki í hug, bara að fleygja þessu fram af svölunum með öllu draslinu á.
Það er reyndar eitthvað sem ég væri vís til að gera.



En annars er ég búin að eyða enn annarri helginni í ekkert merkilegt. Nema það að ég reyndi ítrekað að naga mitt eigið nef af, vegna kvefs og ég hnerraði yfir 7000 sinnum.

Fjörfiskurinn er búinn að setjast að fyrir fullt og allt auganu mínu. Ó mig auma.



Það vildi svo til að ég og (þið vitið örugglega hver) ákváðum að fara í bíó, já já, voða rómó deit og huggulegheit.
Þegar foreldrar (þið vitið alveg pottþétt núna hver) fréttu það, leist þeim svo vel á myndina sem við ætuðum að sjá að þau sögðu "Við komum bara með" og auðvitað kom afinn líka.
What else?

En myndin, Just Friends, var reyndar mjög góð. Ekki mikið um svona þvílíkan aulahúmor, þar sem gaurinn rennur á bananahýði út í tjörn en klessir á hjól í leiðinni og á gamla konu, eins og ég átti von á. Bara mjög fyndin mynd, en samt svolítið af aulahúmor, sem er bara hið besta mál.
Og ég keypti bara einn bakka af nachos í það skiptið.


Ég er búin að hnerra sjö sinnum meðan ég skrifaði þetta.

Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 15:25

1 comments